Hverjum er ekki sama um jafnrétti?

Ýmsum.

Síðunni barst furðuleg saga um venjulegan skóla á Íslandi. Þar er mönnum gert að skila verkefnum. Karl og kona komu sér saman um hina fullkomnu samvinnu, hún vann öll verkefnin fyrir bæði. Fyrir þau sem hún skilaði í eigin nafni fékk hún 8 en fyrir þau sem hún skilaði í hans nafni fékk hún 9.

Ég spurði aðilann sem sagði mér: Og hvað, kvartaði hún ekki?

Uuuu, nei, þá hefði hún komið upp um hið gullna plott þeirra. Hún beit sig í vörina og hætti.

Og nú mega áhugasamir giska á eðli námsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að of margir kennarar séu sekir um svona framkomu, og þetta á við um svooooooooo margt.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Hvaða skóli var þetta?

Ingibjörg Stefánsdóttir, 13.2.2007 kl. 16:34

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Andsk., ég var beðin um að þegja yfir því og nú er ég farin að skammast mín fyrir þessa véfrétt. Hins vegar er um að ræða dæmigert karlafag (þó ekki í Háskóla Íslands). Er þetta ekki bara orðið verra hjá mér, Ingibjörg?

Berglind Steinsdóttir, 13.2.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Jú, eiginlega. Var þetta Háskólinn í Reykjavík? Ég er nefnilega svo ofboðslega forvitin...

Ingibjörg Stefánsdóttir, 13.2.2007 kl. 22:08

5 identicon

Er hann oft í grænni úlpu?

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 08:57

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jaaaaaaaaá, það held ég.

Berglind Steinsdóttir, 14.2.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband