Að appa, eitt app, mörg öpp

Mig minnir að ég hafi auglýst eftir íslenskum hugtökum fyrir öppin einhvern tímann en þetta vaktist þetta upp fyrir mér í gær þegar ég fékk tölvupóst með spurningu um íslenskt orð fyrir app. Og þá rifjaðist upp fyrir að pabbi minn, ekki af tölvukynslóðinni, hefur oft orð á þessu og má hrósa honum fyrir það. Sumt fólk á hans aldri leiðir samviskusamlega svona óþægindi hjá sér.

Manni er vandi á höndum. Orðið er ekki í orðabók, a.m.k. ekki í Snöru. Ég er ekki tæknifróð en veit samt að þetta snýst um tæki, meiri tækni held ég og meiri hraða kannski. Kannski tengist þetta application, sem sagt notkun, beitingu, ástundun og þegar maður appar sig upp notar maður tækið meira. Hvur veit?

Að appa sig upp er þá kannski að ánetjast. Það er augljóslega verið að reyna að húkka fólk með auglýsingunum, hmm. Í boðhætti er það þá sérlega kjánalegt: Ánetjastu símanum þínum!

Eða þá: Bíttu á, fíflið þitt! Kokgleyptu agnið.

Kannski eru gildar ástæður fyrir því að seljandinn lætur ógert að íslenska hugsun sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband