Líf á prenti

Eins og margir aðrir nettengdir Íslendingar les ég helling á netinu en í augnablikinu hef ég bara þá skoðun að Nýtt líf heiti Nýtt líf og ekki Nýtt *Líf*, alveg eins og bókabúð ein heitir Mál og menning, bók Vér morðingjar, baðstaður Bláa lónið, gönguklúbbur Vesen og vergangur, fataverslun Endur og hendur - ólíkt til dæmis Simma og Jóa sem eru tvær ólíkar einingar (einstaklingar). Ég get líka fallist á að fyrirtækisheitið Straumur-Burðarás sé skrifað svo af því að upprunalega er um að ræða tvær einingar sem sameinast svo í einu nafni. Þetta kallast að slá af og málamiðlun vegna þess að allra helst vildi ég skrifa Straumur - burðarás.

Þetta var málfræðispekúler dagsins og nú hef ég sannreynt (enn einu sinni) að ansi margir eru ekki sammála mér. Þegar ég lendi í minni hluta með skoðun mína munu menn geta sagt að ég hafi „rangt“ fyrir mér. Ég gæti spekúlerað lengi dags í málvenjum og málsniðum en nú þarf ég að halda áfram að lesa blöðin.

[Broskall]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband