Sextíuogníu á árinu

Í sjónvarpinu mínu sagði fráfarandi forseti á nýársdag skýrt og greinilega að hann ætlaði að hætta á Bessastöðum. Svo heyrðist mér hann segja að hann hlakkaði til að taka loftslagsmál í fóstur, svona eins og Vigdís tók tungumál að sér.

Ég er til í að veðja miklu að á morgun, hinn, hinnhinn eða í síðasta lagi á mánudaginn segir fráfarandi forseti - aftur - að hann sé að flytja í litla krúttlega rauða húsið sitt í  Mosfellsbænum.

Þar er líka hellingur af loftslagi. En hann er auðvitað í fullu starfsfjöri enda fæddur 1943 og gæti ruggað ýmsum bátum í 30 ár enn. Bara ekki í Bessastaðafjöru.

Ég legg flatskjáinn undir og allt það sjónvarpsefni sem birtist frá blaðamannafundinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á engan flatskjá til að leggja á móti en er hvort eð er líka alveg handviss um að ÓRG nennir ekki þessu forsetadæmi lengur.

Vona að ég hafi rétt fyrir mér og væri alveg til í að leggja túpuna mína undir. Ef ég losna við túpusjónvarpið þá gæti ég keypt mér flatskjá ...

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 15:58

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér sýnist þú vera að leggja til býtti en ég tek ekki túpuna nema hún minnki að umfangi.

Berglind Steinsdóttir, 1.3.2012 kl. 21:43

3 identicon

Ég skil ekkert hvernig þið ætlið að hafa þetta með sjónvörpin ykkar (þykk eða þunn) en því miður töpuðuð þið veðmálinu...

Ásgerður (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband