Fimmtudagur, 1. mars 2012
Laun fyrir túlkavinnu
Það er undarlegur andskoti að þegar fólk ætlar að rukka fyrir huglæga vinnu (nú er ég ekki að tala um bankastjóra eða endurskoðendur) verður það umsvifalaust taugaóstyrkt og veigrar sér við að rukka eðlilega. Vinur minn er að fara að túlka flókinn loftslagstexta á fyrirlestri sem verður í á að giska klukkutíma og hann spurði mig hvort það væri of mikið að rukka 5.000 á tímann.
Nei, það er of lítið.
Hann þarf að kunna tvö tungumál vel, hann þarf að skilja efnið, hann þarf að taka frá tíma á miðjum degi, hann þarf að borga 40% í skatt og hann þarf að koma sér á staðinn.
Alveg borgaði ég glöð 17.000 um daginn fyrir þriggja tíma vinnu hjá rafvirkja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.