,,Skipulagðar glæpaklíkur?"

Kannski tók ég skakkt eftir í kvöldfréttatíma útvarps en mér fannst vera sagt að ekki stæði til að banna skipulagðar glæpaklíkur. Skipulagðar? Glæpaklíkur? Fremja ekki slíkar klíkur skipulagða glæpi? Og á bara að refsa en ekki banna? Hvað með forvarnir? Eða er ég allt í einu farin að tala fyrir forvarnaheimildum sem eru verri en glæpirnir sjálfir? Ég horfði á viðbjóðslegan glæpaþátt í sjónvarpinu í gærkvöldi þannig að ég er kannski komin með *skelkuna.

Í gönguklúbbnum mínum kom upp snilldarhugmynd um síðustu helgi, sú að klæða vafasamar klíkur í flíkur með útivistarmerki með það fyrir augum að tóna niður glæpagenið.

Ist das was?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband