Laugardagur, 17. mars 2012
MA-ritgerð
Ég er í stökustu vandræðum. Ég á eftir að skrifa MA-ritgerðina mína í málfræði/bókmenntum/þýðingum. Ég skrifaði BA-ritgerðina mína um húmorinn í bókum Auðar Haralds, snilldarefni og skemmtilegt viðfangsefni. Svo ætlaði ég að skrifa MA-ritgerð um húmorinn hjá Hugleik. Svo ákvað ég að skrifa frekar um þýðingu mína á danskri glæpasögu. Í síðustu viku ákvað ég að skemmtilegast yrði að skrifa um meintar málvillur og/eða þróun í talmáli, e.t.v. andspænis ritmáli.
Nú er mig farið að dauðlanga til að skrifa um Mið-Ísland og aðra uppistandara. Grín hér og nú er svo mikill samtími að það er skrambi freistandi umfjöllunarefni. Ég er alls ekki verkfælin - hvers vegna í greflinum er ég þá ekki byrjuð á lokaverkefninu? Ég lifi m.a.s. á tölvuöld ...
Og svaraðu nú!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.