Vakinn og sofinn í fleirtölu?

Vaktir og sofnir? Ég held að ég hafi sagt í útvarpi allra höfuðborgarbúa vaknir og sofnir og nú held ég að það sé rangt. Ég finn engar óyggjandi heimildir um að það sé „rétt“. Hvort sem það er rangt eður ei er það lítið notað og það veldur efasemdunum.

Hann var vakinn af værum blundi, þeir eru vaktir - það fer ekki á milli mála.

Hann er sofinn, það hljómar svona og svona. Hann er hins vegar illa sofinn hljómar mjög eðlilega.

Þetta er allt spurning um samhengi.

Þetta síkvika tungumál er algjört yndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband