Antoni Tàpies (1923-2012)

Á Kjarvalsstöðum er núna framúrstefnuleg sýning (og líklega sú dýrasta sem sett hefur verið upp á Kjarvalsstöðum). Listamaðurinn er Spánverji, nýlátinn, og Kjarvalsstaðir eru fyrsta safnið sem setur upp sýninguna eftir lát hans. Hún varð næstum innlyksa í hafi, ehemm, en komst hingað og verður uppi fram í maí.

Mér varð mest starsýnt á eitt verk úr leir og sandi og einhverju og hinu og þessu. Get ekki útskýrt það frekar - en mæli með að fá leiðsögn um sýninguna. Þvílíkt sem það hjálpar.

Og Kjarval er líka sá draumur sem ég var búin að gleyma. Það er svo marg nálægt sem manni sést yfir. Og ég sem starfa við leiðsögn, össj.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband