Strætó á páskum

Ég stefni á svakalegt ferðalag um páskana upp í 129 Reykjavík eða eitthvað álíka. Strætó fer ekki alla leið sem er allt í lagi fyrir mig því að ég ætla að taka hjólið með í uppsveitirnar og hjóla svo til baka eftir heimsóknina. En ég var ekki alveg viss um að allir vagnar tækju hjól þannig að ég fór að grúska í straeto.is. Og viti menn, ég fann þetta:

Heimilt er að ferðast með barnavagna og barnakerrur í vögnum strætó, meðan (og ef) rými leyfir.

Reiðhjól eru einnig leyfileg meðan (og ef) rými leyfir. Barnavagnar og hjólastólar hafa forgang og geta hjólreiðamenn þá átt það á hættu að vera vísað úr vagninum með hjól sín.

Látum vera þó að ég fái ekki að fara í vagninn ef svo óheppilega skyldi fara en að eiga það á hættu að vera úthýst ef barnavagn eða hjólastóll mætir finnst mér dálítið hæpið þótt ég skilji vitaskuld forganginn. Vitanlega.

Eitthvað segir mér samt að það reyni ekki oft á þetta. Og ég er ákveðin í að taka sénsinn en hafa borð fyrir borð og mæta klukkutíma of snemma í búðinginn. Verst að veðurspáin skuli ekki vera áreiðanlegri ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Berglind. Strætó á Íslandi virðist vera fyrst og fremst til fyrir þá sem reka strætó, en ekki fyrir þá sem þurfa að nota þá.

Fólk er hvatt eða neytt til að nota strætó, en svo koma gloppur í þjónustuna, sem ekki er hægt að líða.

Það er til dæmis ómögulegt fyrir fólk að taka strætó heim frá bíóferðum seint að kvöldi, því þá er strætó hættur að ganga. Á fólk þá að ganga heim, þótt um nokkurra kílómetra-vegalengd sé að ræða? Er verið að styrkja kjör leigubílstjóranna með þessu móti? Er þetta ekki röng aðferð til að styrkja kjör leigubílstjóra? 

Svo er stór-furðulegt að um helgar er nánast ómögulegt að komast leiðar sinnar með strætó, því fjölmargar leiðir eru hreinlega ekki virkar um helgar.

Er verið að bæta kjör leigubílstjóra á kostnað almennings með þessum hætti, sem af ýmsum ólíkum ástæðum hefur ekki bíl til afnota? Oft vegna ráns fjárglæfra-fyrirtækja á bílnum, á ólöglegan hátt að sjálfsögðu (rán eru alltaf ólögleg).

Svo er stórmerkilegt að enginn strætó skuli stoppa rétt hjá ódýrustu matvöruverslununum, sem eru Bónusbúðirnar. Þeir sem hafa lökustu kjörin eru oft gamlir og/eða heilsutæpir, sem ekki hafa ráð á að reka bíl, né versla annarsstaðar, og ekki heilsu til að bera vörur langar leiðir, né ganga langt.

Ferðamenn sem koma til landsins verða svo eflaust fráhverfir Íslandi, vegna svona lélegra almennings-samgangna á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega um helgar.

Gangi þér vel í hjóla-ferðalaginu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2012 kl. 00:12

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sammála þér. Held samt að venjulegir ferðamenn treysti ekki svo mikið á almenningssamgöngur, frekar þeir sem koma til að vera dálítinn tíma. En þá vantar einmitt miklu betri útskýringar á vefnum.

Berglind Steinsdóttir, 4.4.2012 kl. 19:27

3 identicon

En svo veistu það, mín kæra Berglind, að strætó gengur ekki á páskadag...

Ásgerður (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 20:22

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, mig munar ekkert um að labba 22 kílómetra á svona degi. Fer bara í strigaskóna.

Berglind Steinsdóttir, 8.4.2012 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband