Samkeppni spamkeppni

Nú er ég búin að sjá margar massaðar auglýsingar (eða þá sömu mörgum sinnum) frá Bauhaus sem ætlar líklega að veita öðrum smásölum samkeppni og hugsanlega líka að stækka markaðinn.

Þjóðverjar eru eins velkomnir og hverjir aðrir inn á markaðinn fyrir mér. Ég bara get ekki að því gert að ég efast alveg í botn um að þetta sé skynsamlegt. Húsið er höll að stærð, auglýsingarnar hljóta að vera rándýrar og uppbygging í steinsteypu og timbri er í hægagangi.

Ég get heldur ekki að því gert að ég tek talsvert mark á því sem maðurinn í Múrbúðinni sagði í útvarpinu í síðustu eða þarsíðustu viku: Menn segja að maður eigi að fagna samkeppni en ég óttast mest að Landsbankinn taki Bauhaus í fangið með haustinu því að bankinn má ekkert aumt sjá.

Já, Múrbúðin er í samkeppni við aðra á byggingavörumarkaði en ég held að hún sé í einkaeigu og ég held að verðlagning þar sé sanngjörn. Það er ekkert gagn að afslætti ef verðið hefur áður verið skrúfað upp í topp þannig að ég vil heldur sanngjarnt verðlag og engan afslátt.

Ég er bara ekki að fara að byggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband