Biðlaun og eftirlaun forseta

II. kafli. Forseti Íslands.
2. gr. Fyrrverandi forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1990.
 Eftirlaunin nema 60% af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af kjararáði hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil eru eftirlaunin 70%, en 80% hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil.

Þessi kafli er úr lögum nr. 141/2003 sem voru felld úr gildi með lögum nr. 12/2009.

Ef Ólafur Ragnar Grímsson hættir 31. júlí næstkomandi verður hann með 80% af launum sínum. 

Um næsta forseta gildir hins vegar þessi grein úr lögum nr. 10/1990:

4. gr. Sá sem kjörinn hefur verið til og gegnt hefur embætti forseta Íslands á rétt til launa skv. 1. gr. í fyrstu sex mánuði eftir að látið er af embætti. Taki fyrrverandi forseti stöðu í þjónustu ríkisins fellur þessi launagreiðsla niður ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunurinn til loka sex mánaða tímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband