Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Aðhald kaupandans
Ég fór aftur í búð í dag og nú ætla ég að taka þessar vörur í fóstur:
Kryddfetaostur frá Mjólku, 200 g: 167 kr.
Sólþurrkaðir tómatar frá Söclu, 280 g: 299 kr.
Gullgráðaostur frá Akureyri, 125 g: 208 kr.
Spínat frá Hollu og góðu, 200 g: 267 kr.
Svo bið ég bæði að heilsa talsmanni neytenda og öllum neytendum.
Athugasemdir
Finnst þér ég eigi að taka gulrætur í fóstur.
spurning hvort þær lifi í blómakassanum mínum sem er geymdur á tröppunum.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 14.2.2007 kl. 22:00
Já, fyrir alla muni - og ég skal passa þegar þær verða órólegar.
Berglind Steinsdóttir, 15.2.2007 kl. 00:05
Mmmm... Á að bjóða manni í salat? Líst vel á innkaupin.
Kveðja,
LE
LE (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 14:25
Auðvitað, Laufey, auðvitað, eftir 1. mars þegar virðisaukaskattsminni dagurinn hefur runnið upp og ég fer aftur í verðkönnunarleiðangur, heheh. Þarna var ég að elda kjúkling með gráðaosti, jömmí.
Berglind Steinsdóttir, 16.2.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.