Um ferðaþjónustuna á Sprengisandi

Ég missi (næstum) aldrei af Sprengisandi Sigurjóns M. Egilssonar en nú hljóp aldeilis á snærið hjá leiðsögumanninum. Í dag, 15. apríl, talaði Sigurjón við Ólafíu Sigurjónsdóttur sem er nánasti vinur skemmtiferðaskipanna hjá Atlantik. Mér til undrunar hefur hún ekki áhyggjur af stóra skipadeginum 18. júní.

Svo talaði hann við Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem er mjög bjartsýn gagnvart framtíðinni. Gott ef hún var ekki líka þeirrar trúar að náttúruöflin ætluðu að hafa sig hæg, a.m.k. á þessu ári. Já, ég skal taka undir það.

Þá kom Birkir Hólm Guðnason hjá Flugleiðum (ég sver að ég hélt að hann væri hjá Iceland Express) og var mjög kátur með að áfangastöðum hefði fjölgað (Denver er nýr) sem og vélum (úr 14 í 16 - virkilega hjá Icelandair?) og þeirrar trúar að ferðamenn sem stoppa fyrst stutt þegar þeir eru á leiðinni annað komi aftur. Það þarf að fjölga ferðamönnum utan háannar, október til maí.

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri rak lestina, reifaði nýja lagasetningu um ferðamál sem er í vinnslu og talaði almennt um samþættingu innan greinarinnar.

Þau töluðu ekkert mikið um leiðsögumenn en þeir skipta samt miklu máli í upplifun margra ferðamanna til landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband