Viðbrögð við einelti

Ég er í bobba. Ég fordæmi einelti en ég er ekki alltaf viss um að fólk sé að tala um það sama. Ég heyrði  í Stefáni Karli regnbogabarni í útvarpinu í morgun og hann lýsti hálfgerðri hryllingsmynd.

Þegar barn er lagt í einelti er það oft flutt í annan skóla í öðru hverfi frekar en að taka á gerandanum/gerendunum. Samt er það engin lausn. Samt er talað um að börn sem eru lögð í einelti hafi ekkert gert til að verðskulda það.

Það er eitthvað í röksemdunum sem gengur ekki upp.

Ef vandinn er ekki hjá barninu sem er lagt í einelti - sem ég er sammála um að verði fyrir einelti fyrir engar sakir - af hverju er þá ekki lausn að flytja barnið frá gerandanum?

Mér finnst að gerendur eigi að finna á eigin skinni að þetta er ekki gott. Gerandinn á að flytja í annan skóla ef hann sér ekki að sér.

Ég veit að ég er á hálum ís og geri ráð fyrir að sá einstaklingur sem er lagður í einelti fyrir engar sakir verði var um sig og eigi erfitt þótt hann sé fluttur til ef ekki er ráðist að rót vandans.

Já, það þarf að breyta gerendunum. En ef þolandinn er ekki sá seki (sammála því auðvitað) ætti hann að græða á flutningnum nema hann sé þegar orðinn svo skaddaður af eineltinu að það verði ekki aftur snúið. Og það væri fáránleg niðurstaða.

Kann ekkert á Olweus og ætti auðvitað ekki að játa þetta ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband