Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Lausn lífeyrissjóðanna (les: lífeyrisþega)
Ólyginn segir mér að lífeyrissjóðirnir eigi 1.500 milljarða króna í sjóðum.
Er ástæða til þess? Nei, auðvitað eiga lífeyrissjóðirnir að greiða úr sjóðum sínum frekar en að lúra á þeim eins og ormar á gulli. Ég hef verið að velta fyrir mér fjölda þeirra og hvers vegna þeir skirrist við að borga út á þeim forsendum að þeir þurfi að standa undir framtíðarskuldbindingum.
Ha?
Þeir eiga þessa peninga núna og eiga að borga þá út. Það væri líka hugmynd að þeir byggðu íbúðahverfi (í Mosfellsdal? Eyjafirði) með öryggishnöppum og allri annarri þjónustu. Íbúðin yrði seld fyrir eðlilegt verð og síðan gengi á höfuðstól eignarinnar eftir því sem viðkomandi byggi þar lengur. Þetta gæti verið félagslegra en að hafa lífeyrisþegana dreifða.
Ég ætla að halda áfram að hugsa um þetta - en ég get ekki beðið eftir að ég komist á aldur. Verkefnið er brýnt núna.
Es. Ég viðurkenni upp á mig ónákvæmni þegar ég sagði að lífeyrissjóðirnir ættu í sjóðum, auðvitað eru það greiðendur í sjóðina sem eiga í sjóðum.
Athugasemdir
Bara smá ábending: Lífeyrissjóðir sem slíkir eiga enga peninga. Það eru sjóðfélagar sem eiga peningana, sem þeir hafa til vörslu og ávöxtunar og gera það bara býsna vel. Ef þinn lífeyrissjóður tekur peningana sem hann geymir fyrir þig og breytir þeim í steinsteypu fyrir einhvern annan "með öryggishnapp og öllu" verða aurarnir væntanlega ekki til taks þegar þú ferð á eftirlaun. Fyrir hvað ætlar þú þá að kaupa mat gæska?
huxi (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 08:41
Nei heyrðu mig nú. Það er lagaskylda að borga í lífeyrissjóð. Þar safna ég upp mínum réttindum. Þegar að því kemur ætla ég að fá þessa monninga til baka og ráða sjálf hvað ég geri við þá.
Mér hugnast hreint ekki að aðrir en ég sólundi mínu fé. Fyrst ég er skyldug til að greiða til sjóðsins þá takk fyrir skulu þeir geyma mína peninga vel og vandlega. Það væri ég raunar alveg eins til í að gera sjálf en það er ekki í boði.
Hafna algjörlega öryggishnöppum og íbúðahverfum. Síðan hvenær er það líka hlutverk lífeyrissjóða að standa í fasteignaumsýslu?
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:06
Róleg, bæði tvö, ég er að hugsa um þá sem nú eru komnir á aldur. Og ég er að hugsa um 1.500.000.000 krónur sem mér finnst að eigi að nota en ekki lúra á. Annars er ég meira en til í að velta þessu lengur fyrir mér. Geri það þá. Ég verð náttúrlega í góðum málum þegar ég verð 67, fæ 80% af tekjunum mínum, og þið eigið örugglega líka sællega elli.
Berglind Steinsdóttir, 15.2.2007 kl. 09:31
Ekki nota. Ekki lúra á . Ávaxta sem best svo ég njóti minna aura síðar fyrst þeir þurfa endilega að geyma þetta fyrir mig.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:19
Kæri huxi,, þú átt ekki þessa peninga, þú hefur öðlast rétt til lífeyristöku. Hvað gerist ef þú nærð ekki lífeyrisaldri vina mín.??????????????????????????????????
Egill (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.