Sunnudagur, 6. maí 2012
Svar við bréfi Helgu - leikhús
Mér finnst Jón Viðar leikhúsgagnrýnandi rökstyðja álit sitt ágætlega í leikdómunum en ég sé ekki hálft eins margar sýningar og hann - kannski er ágætt að sjá færri sýningar og finnast tilbreyting í þeim. Ég sá Svar við bréfi Helgu í forsýningu, hafði ekki lesið bókina og skemmti mér konunglega. Mér skilst að textinn sé mikið upp úr bókinni og vissulega má til sanns vegar færa að hann sé svolítið bóklegur en ég hló mjög mikið fram að hléi. Þá tók tragíkin völdin.
Og nú byrjar Höllin í ríkissjónvarpinu sem ég held að ALLIR kunni að meta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.