Kastljósið á Huang

Ég gat ekki betur heyrt en að ólík sjónarmið kæmust óáreitt í gegnum Kastljósið í kvöld. Ég hef verið frekar efins um skynsamlegheit þess að selja/leigja einhverjum - hverjum sem er - stórt landflæmi til að byggja upp hótel og golfvöll og eftir þáttinn í kvöld, þar sem ýmis sjónarmið voru viðruð, er ég alveg viss. Ég - sé - ekki - viðskiptavitið - í - þessari - hugmynd.

Einhver á eftir að sannfæra mig um að Huang trúi því sjálfur að þetta sé hagkvæmt og mögulega arðbært. Þarna verður hvað kaldast á landinu og veðrið breytist ekki vegna þess að einum manni hugnast það.

Ég trúi ekki á þessa uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Gleyma menn því að þarna eru ferðaþjónar nú þegar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór Jóhannsson aðstoðarsérfræðingur NUBOS er tengdur samtökum um norður-siglingaleiðina og drekasvæðið (olíuleit).Þetta viðurkenndi hann í viðtalinu,svona um það bil,og fréttamaðurinn spurði hann hvort að NUBO kæmi nálægt því,en þá svaraði Halldór því að það kæmi málefnum NUBO ekki við.

Þykir engum þetta grunsamlegt,ekki eru þessi ummæli frá aðstoðarmanni NUBOS trúanleg.

Hér liggur meira en fiskur undir steini,,,mjög grunsamlegt.

Númi (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 23:04

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jú, þetta er grunsamlegt.

Berglind Steinsdóttir, 16.5.2012 kl. 21:32

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eru það ekki hagsmunir Kína að Ísland standi utan við EBE?

Kínverjar eru um 4134 sinnum fjölmennari en Íslendingar. Þeir búa í landi sem er „aðeins“ 93 sinnum stærra en Ísland, stór hluti gróðurvana eyðimerkur og Tíbet sem var innlimuð með „manni og mús“ hæsta fjalllendi jarðar.

Sjálfsagt er að fylgjast gjörla með.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2012 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband