Föstudagur, 25. maí 2012
Fjölnotin í Hörpu
Ári eftir vígslu Hörpu er ég búin að fara þangað nokkrum sinnum, hef þó ekki séð rómuðustu sýningarnar sem fólk verður sem andstyst yfir. Ég er heldur ekki búin að fara ofan í hinn háttumtalaða bílakjallara, enda er húsið fjölnota og hugsanlegt að ég muni ekki nýta mér alla möguleika.
Í gær sá ég HOW TO BECOME ICELANDIC IN 60 MINUTES sem er klukkutímalöng skopstæling á klisjum, okkar eigin og annarra, um Íslendinga. Reyndar óf Bjarni Haukur Þórsson inn í okkar klisjur klisjum um Grikki, Ítali, Spánverja, Dani, Norðmenn og Rússa með (meintum) framburði (þeirra) á ensku, göngulagi og hugarfari. Það var mökkur af Íslendingum í salnum en líka mjög margir útlendingar, enda Kaldalón smekkfullur salur, og fólk hló mikið og hraustlega.
Það kostar 3.900 krónur sem mun vera jafngildi u.þ.b. 25 evra. Það hlýtur að vera hægt að mæla með því.
![[ alt texti myndar ]](http://www.harpa.is/media/english/eventimg/how_to_become_icelandic_harpa_mynd.jpg)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.