Anna, Egill, Hrafn og Vigdís

Ég á eftir að verða skotfljót að gleyma sögupersónunum í Hálendinu. Þetta vesalings fólk er svo persónuleikalaust að mér er gjörsamlega ómögulegt að tengjast því hið minnsta. Anna, Egill, Hrafn og Vigdís fara upp á hálendi Íslands með sneisafullan bíl af rötunartækjum, mat, drykk og eiturlyfjum og rata í súrrealísk ævintýri. Ég get alveg þolað óraunveruleikann en ég þurfti að beita mig hörðu til að klára bókina af því að höfundur leyfir ekki söguefninu að lifna í textanum. Hann segir og útskýrir í stað þess að sýna.

Held helst að álitsgjafarnir sem Forlagið styðst við hafi lesið aðra bók. Spenna hélt ekki fyrir mér vöku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband