Sunnudagur, 24. júní 2012
Fór víða um helgina og get boðið upp á útgönguspá
90% karlanna sem ég hitti um helgina ætluðu að kjósa Ólaf Ragnar. Þeir eru flestir einyrkjar í störfum sínum, mest við akstur. Ástæðan: Hann bjargaði okkur frá hrikalegri skuldsetningu, ef hann hefði ekki neitað Icesave værum við núna að borga geðveika vexti og ættum engan pening fyrir okkur sjálf. Hin ástæðan: Hann er hvort eð er á kaupi til æviloka.
Æ, ég hitti svo fáar konur, en karlarnir voru á því að þær myndu kjósa Þóru.
Ég spái að það verði mjótt á mununum.
En hættum að birta skoðanakannanir, við vorum flest sammála um það. Þær eru skoðanamyndandi.
Athugasemdir
Skoðanakannanir eru heil fræðigrein innan félagsvísinda. Tiltölulega fáar skoðanakannanir eru vísindalegar og standast kröfur sem gerðar eru til þeirra.
Því miður eru skoðanakannanir hér á landi brenndar eyrnamarki áróðurs. Þær eru framkvæmdar oft með það að augnamiði að móta skoðanir þorra fólks fremur en að mæla þær. Sérstaklega er ámælisvert þegar ekki verði lögð nægileg rækt við ákvörðun úrtaks (þýðis) og einnig hvernig spurningum er háttað. Leiðandi spurningar eru t.d. mjög oft beitt í skoðanakönnum hérlendis og mætti nefna þá aðferð Hólmsteinska, þ.e. gefin er upp ákveðin niðurstaða og vísindin notuð til að sanna þá niðurstöðu. Slík aðferðafræði er fremur tengt áróðri en vísindum.
Hannes Hólmsteinn telur kenningar þýska lögfræðingsins og þjóðfélagsfræðingsins Max Webers um hlutleysi vísindamannsins gagnvart viðfangsefni sínu einskis virði.
Við vitum nú til hvers það leiddi og nú er Ólafur Ragnar talinn vera besti kostur þessa hóps. Kannski margir líti á hann sem verkfæri í höndum hægri manna gagnvart visntri stjórn sem hefur þrátt fyrir allt komið okkur vel út úr kreppunni.
Að minni hyggju er nauðsynlegt að setja skynsamleg lög um skoðanakannanir, hverjir megi framkvæma þær og undir hvaða skilyrðum. Þá er rétt að ekki megi gera skoðanakönnun síðustu daga fyrir kosningu eins og víða er gert.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 26.6.2012 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.