Skemmtiferðaskip - miðbær - tölfræði

Flestallir þeir útlendingar sem tala við mig um matinn á veitingastöðunum á Íslandi eru himinlifandi. Ég trúi því að íslenska eldhúsið sé algjörlega frábært, ég hef sjálf allajafna góða reynslu af matnum hér. En ég spyr samt: Þegar fólk kemur þúsundum saman af skemmtiferðaskipum þar sem maturinn flæðir um öll borð, er nokkuð óeðlilegt að fólk vilji sjá sig um frekar en að setjast inn á einhvern stað í miðbænum í misjöfnum veðrum og halda áfram að kýla sig - og það þótt maturinn sé til fyrirmyndar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Hluti af reynslu ferðamanna er að smakka matinn á viðkomustöðunum.

Það er einnig að breyta til, þ.e. eitthvað annað en matinn um borð í skipunum.

Stefán Júlíusson, 2.7.2012 kl. 09:55

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er alveg sammála því að sjálfsagt væri ástæða til að fleiri kæmu á íslenska veitingastaði sem ég heyri aldrei nema gott eitt um en farþegar á skemmtiferðaskipum fá samt vel útilátinn mat sem þeir bera vel söguna. Það er að minnsta kosti mín reynsla.

Svo er dálítið sérkennilegt að Jakob Jakobsson sem er með danskt vatn og danskt smjör á veitingastaðnum í Hörpu (alltént þegar staðurinn var opnaður í fyrra) skuli láta eins og hann sé móðgaður.

Og loks myndi ég vilja vita hvort farþegar á skemmtiferðaskipum færu í öðrum löndum í skipulagðar rútuferðir eða í miðbæinn þar sem skipið liggur við festar.

Berglind Steinsdóttir, 2.7.2012 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband