Þriðjudagur, 3. júlí 2012
Þingvellir - Kaldidalur - Húsafell - Hraunfossar o.s.frv.
Ég skil ekki af hverju Borgarfjörðurinn er svona afskiptur þegar kemur að ferðaþjónustunni. Að vísu er Kaldidalurinn óttalegt þvottabretti (óvenjulega góður núna) og erfitt að komast fyrirvaralítið í mat með 30-50 manns (mega vera súpur eða samlokur) en hann er íðilfagur, fjölbreytilegur og skiltin eru þar ekki einungis á íslensku og ensku heldur líka á þýsku.
Ég held að salernis- og mataraðgengi skipti einfaldlega svona miklu máli fyrir utan lélegar samgöngur. Finnst SAF ekkert um neitt nema slys og óhöpp þegar þau verða? Hvað gera Samtök ferðaþjónustunnar til að bæta ferðaþjónustuna og gera okkur færari um að taka við æ stærri hópi útlendinga sem sækja okkur heim?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.