Eru Samtök ferðaþjónustunnar regnhlíf?

Um daginn komu um 10.000 útlendingar til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum. Einhverjir í veitingahúsabransanum urðu fornemaðir yfir því að fáir þeirra kæmu í bæinn til að kitla bragðlaukana með góða matnum. Já, leiðinlegt. Ég get hins vegar skilið það að fólk fari ekki beint úr morgunmatnum á veitingastað. Hins vegar hefði ég viljað sjá aðeins meira líf á vegum borgarinnar, uppáklætt fólk (ungmenni) að segja til vegar, sviðsetja eitthvað, lífga upp á bæinn. Ég held örugglega að í Vigur og kannski annars staðar fyrir vestan sé kynt undir lífinu í bænum til að gera hann meira aðlaðandi.

Væri það ekki verðugt verkefni fyrir Ernu Hauks?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband