Sunnudagur, 8. júlí 2012
Brakið (með brestum)
Ég á að vita betur en geri mig þráfaldlega sek um sömu mistökin ár eftir ár. Ég las Brakið af því að ég fékk hana á bókasafninu. Hún er fljótlesin en ég ergði mig mörgum sinnum á blaðsíðu yfir því vantrausti sem höfundur sýnir lesendum. Hún útskýrir svo mikið. Ég er búin að skila henni og man engin dæmi orðrétt en höfundur segir manni í sífellu af hverju persónur bregðast við eins og þær gera.
Það fyrir utan er Þóra karakterlaus persóna og ritarinn fullkomlega óþolandi. Hver kaupir þessar bækur?
Nú er ég hins vegar byrjuð á Snjókarlinum eftir Jo Nesbø og hún er sko spennusaga í lagi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.