Bílaleigubílar eða ,,lánsbílar"

Detti mér allar dauðar lýs úr höfði. Ég heyrði í fréttatíma í dag talað um að einhver brögð væru að því að einstaklingar „lánuðu“ bílana sína gegn gjaldi. Og núna var í fréttatíma sjónvarps talað við einhvern sem mér heyrðist mæla þessu bót og viðkomandi sá engan mun á því að fólk keyrði fjölskyldubílinn sinn sem kannski væri 10-15 ára og að túristinn keyrði um landið jafngamlan bíl sem hann þekkti ekki. Það var orðað öðruvísi í fréttunum.

Sumir útlendingar eiga fullt í fangi með að keyra á malarvegum og það er algjör óþarfi að tefla öryggi þeirra og annarra ferðalanga í tvísýnu með því að setja þá upp í vafasama bíla. Og þá er ónefnt skattalegt tapið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband