Gatnakerfið á Íslandi

Nú leggja ýmsir land undir fót. Þar á meðal fór ég hálfan Kjalveg um helgina. Á fimmtudaginn var allt þokkalega ágætt þar sem umferð var lítil. Áðan var aftur á móti mun meiri umferð og stóru bílarnir þeystu fram úr á mjóum, skraufþurrum malarveginum. Það er mesta furða að ekki verði fleiri slys en verða, en við urðum þó fyrir smávegis tjóni sem ekki verður tilkynnt - og það út af frekri rútu.

Ég vildi óska þess að strandsiglingar yrðu aftur teknar upp.

Ég vildi óska þess að fleiri vegir yrðu breikkaðir nóg til að bílar gætu mæst sómasamlega.

Ég vildi óska þess að fleiri brýr yrðu tvíátta.

Ég vildi óska þess að bílstjórar sýndu meiri aðgát.

Hvað þarf til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband