Jo Nesbø

Nú er ég búin með Snjókarlinn og þurfti að hafa mig alla við að vera ekki afundin við fólk sem truflaði mig við lesturinn. Hún kom út í Noregi 2007 en hér 2012 í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. Útgáfufélagið er Undirheimar.

Ég ætlaði að nota flæðið og greip Hausaveiðarana sem kom út á norsku 2008 en hjá Uppheimum 2011 í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Á blaðsíðu 45 gafst ég upp. Bæði fannst mér James Bond vera í bakgrunni að renna sér berhentur eftir stálvír eftir að hafa brotið saman Monu Lisu og sett í innri vasann á jakkanum og svo truflaði textinn mig nógu mikið til að ég nennti ekki meir.

Og útgáfufélagið er það sama, heitir bara tveimur líkum nöfnum.

Undarlegur andskoti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband