Þriðjudagur, 17. júlí 2012
Jo Nesbø
Nú er ég búin með Snjókarlinn og þurfti að hafa mig alla við að vera ekki afundin við fólk sem truflaði mig við lesturinn. Hún kom út í Noregi 2007 en hér 2012 í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. Útgáfufélagið er Undirheimar.
Ég ætlaði að nota flæðið og greip Hausaveiðarana sem kom út á norsku 2008 en hjá Uppheimum 2011 í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Á blaðsíðu 45 gafst ég upp. Bæði fannst mér James Bond vera í bakgrunni að renna sér berhentur eftir stálvír eftir að hafa brotið saman Monu Lisu og sett í innri vasann á jakkanum og svo truflaði textinn mig nógu mikið til að ég nennti ekki meir.
Og útgáfufélagið er það sama, heitir bara tveimur líkum nöfnum.
Undarlegur andskoti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.