Laugardagur, 21. júlí 2012
Einsleitni í mat þar sem ferðamenn koma saman?
Ég er að hlusta á Vikulokin þar sem hinn margnotaði Gunnar Smári er meðal gesta. Nú er hann hins vegar ekki að tala um SÁÁ og kannski ræða þau ekki um áfengissölu á Hrafnistu. Nei, hann kom með þann ágæta punkt að þegar 60% gesta í 101 Reykjavík eru útlendingar verður matur einsleitari og dýrari, veitingastaðirnar stíla inn á einskiptiskaup.
Þetta er meðal þess sem við ættum að hafa áhyggjur af og velta fyrir okkur þegar við hlökkum yfir því að eftir nokkur ár telji gestaflaumurinn hér milljón manns. Ágangurinn er víða orðinn svo mikill að við önnum ekki fjöldanum en samt er gefið í.
Fáum færri, fáum þá til að staldra lengur við, fáum þá til að koma utan háannar - og borgum ferðaþjónum betri laun. Hættum að reka ferðaþjónustuna með lokuð augu.
Athugasemdir
Því miður telst Ísland með dýrari löndum. Lengi hefur ungt fólk flykkst hingað í stórum stíl og kappkostað að ferðast sem ódýrast. Það ferðast á „puttanum“ og er ekkert nema gott um það að segja.
Um miðjan 7. áratuginn var eg í sveit nokkur sumur á Suðurlandi. Bændafólkið leit niður á þennan „bakpokalýð“ með fyrirlitningu. Hvers vegna skyldi svo vera?
Ætli snemma hafi komið fram þau viðhorf að græða sem mest á sem stystum tíma? Ætli okkur Íslendingum þætti ekki miður ef litið væri niður á okkur í útlöndum ef við viljum ferðast sem mest en með lágmarkskostnaði?
Flottræfilshátturinn er oft á tíðum yfirgengilegur hjá mörlandanum en ætli ekki sé ekki hyggilegra að hugsa vel um að spara sem mest til ferðarinnar en lifa ekki umfram efni, kannski á yfirdrætti og lánum?
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 21.7.2012 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.