Der Feuerlöscher

Maður verður að hafa úti allar klær til að stækka orðaforðann sinn. Í dag var ég leiðsögumaður með þýska skipafarþega þar sem bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni að láta mann segja frá öryggisþáttum, s.s. hvar útgönguleiðir eru, hvar hamrar til að brjóta rúður ef eldur yrði laus - og hvar slökkvitækið er. Ég er ekkert altalandi á þýsku og í dag rann upp fyrir mér það ljós að ég vissi ekki hvernig slökkvitæki væri á því mæta máli. Skömm mín er mikil, einkum þar sem ég hafði látið undir höfuð leggjast að lesa öryggisleiðbeiningarnar áður en ég mætti á kajann. Í þeim stóð nefnilega að maður ætti að benda á „Löschzeug“, eiginlega þá „slökkvidótið“.

Og nú ætla ég að læra þetta nýja orð, Feuerlöscher, alveg eins og ég lærði þýska orðið „Sarg“ af fyrsta túristahópnum mínum.

Svo ætla ég í hógværð minni að skora á SAF að MÓTA STEFNU Í FERÐAÞJÓNUSTU til næstu 15 ára eða svo. Í Bláa lóninu var svo mikil teppa að um tíma var engum hleypt ofan í af því að skáparnir voru uppurnir. Ef yfirvaldið í ferðaþjónustu ynni með ferðaþjónum væri kannski hægt að stýra traffíkinni betur. Bláa lónið er með einkarekstur og getur gert það sem það vill, ég skil það, en dagurinn í dag var hvorki því né okkur hinum til sóma. Hæstráðendur í SAF geta ekki bara fabúlerað í fjölmiðlum þegar þeir hringja þangað með slys og óhöpp.

Það vantar stefnumörkun í ferðaþjónustu. Um það vorum við fleiri sammála í Bláa lóninu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband