Laugavegurinn 26.-29. júlí

Ég hlakkaði til að ganga Laugaveginn, 57 kílómetra, í fyrsta skipti síðan ... síðast. En ég man ekki hver laug því að mér að þegar liði á sumarið væri farið að sjá mikið á honum, allt vaðandi í rusli meðfram stígnum og það mjög sóðalegu rusli. Engu slíku var til að dreifa, þvert á móti var bæði snyrtilegt og fámennt. Og ég fór enn að hugsa um markaðssetningu á landinu. Við hittum vissulega marga útlendinga á leiðinni, fólk frá Noregi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Tékklandi og Rússlandi, en aðallega Íslendinga.

Gönguleiðsögumenn eru útskrifaðir í löngum bunum (ég er sannarlega ekki í þeim hópi enda á ég nóg með að koma sjálfri mér klakklaust á milli staða) - af hverju eru ekki fleiri svona skipulagðar ferðir fyrir útlendinga?

Þarna er litadýrð, skógleysi og ólýsanleg víðátta sem margir útlendingar fara á mis við í þéttsetnu borgunum sínum. Skáparnir í Bláa lóninu stíflast vegna mannmergðar á sama tíma og víða er vannýtt auðlind aðeins fjær höfuðborginni.

Og auðvitað ætti ég sjálf að passa að rápa um allt áður en ritaðar hugsanir mínar verða að áhrínsorðum.

Ætli það verði þá ekki Fimmvörðuhálsinn næst? Ég á miðbikið eftir, Morinsheiði, Kattarhryggi og nýju eldfjöllin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er Morinsheiði?

Marín (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 22:11

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nú, uppi á Fimmvörðuhálsi!

Berglind Steinsdóttir, 1.8.2012 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband