Mánudagur, 30. júlí 2012
Ferðaþjónusta hátt uppi
Ég viðurkenni að ég hef ekki borið mig eftir neinum gögnum um meinta ferðauppbyggingu á Grímsstöðum en ég get ekki ímyndað mér að sú viðskiptahugmynd sé góð sem felur í sér að byggja upp ferðaþjónustu þar sem ferðaþjónusta hefur þegar verið í boði og ekki nógu vel nýtt. Af hverju ættu menn að vilja koma í skítakulda og almyrkur núna ef þeir hafa ekki viljað það fyrir? Er það af því að það verður sérlega öflug hárþurrka sem má borga meira fyrir? Vegna þess að það verður gufubað inni? Úrvalsmatur? Norðurljós út um gluggann? Háhraðanet með erlendum fréttum? Golfvöllur!?
Ég hafði efasemdir um Kárahnjúkavirkjun á sömu forsendum, trúði ekki á viðskiptahugmyndina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.