Þriðjudagur, 31. júlí 2012
Vatnsveður í bók Auðar Övu
Sumt getur maður ekki útskýrt með öðrum rökum en tilfinningalegum. Mér var bent á rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur sem ég hafði meðvitað sniðgengið vegna þess að ég hélt að listfræðingurinn í henni væri of yfirgnæfandi fyrir minn smekk. En eftir þessa ráðleggingu ákvað ég að lesa Rigningu í nóvember og ég varð trekk í trekk að leggja bókina frá mér og hlæja upphátt. Ég átti alls ekki von á því. Söguþráðurinn gefur heldur engin sérstök fyrirheit um það; kona á fertugsaldri flosnar upp úr barnlausu hjónabandi, fær vinning, tekur að sér fjögurra ára son vinkonu sinnar og fer á heimaslóðir.
En sagan var grípandi og meinfyndin.
Og mér fannst tiltakanlega áberandi að vegna veðurs tók af eina brú við hringveginn á Suðurlandi og ferðaþjónar hrósuðu happi ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.