Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Snæfellsnesið er tiltölulega lítið sótt. Það var fjarskalega heppilegt í dag þegar ég fór hringinn með 27 þýska túrista. Vissulega voru nokkrir á gönguleiðinni milli Arnarstapa og Hellna og ýmsir við Djúpalón en hvergi bið eftir afgreiðslu eða þung umferð á vegunum.

Ég fór í Kaffi Prímus með þau í hádeginu og þar var ljómandi gott að koma. Gestastofan við hliðina styður náttúrlega vel við því að þar er líka frábær myndasýning. Verra var að geta ekki lagt rútu þar en mér skilst að bílastæðamál standi til bóta.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 2001 en núna eru allt í einu komnar alls kyns góðar merkingar, t.d. tengdar Bárði Snæfellsási og svo er búið að merkja Þúfubjarg. En mér til depurðar var búið að breyta niðurgöngunni að Djúpalónssandi (sem ég hef yfirleitt kallað Dritvík í asnaskap mínum) þannig að sumir farþega minna misstu af aflraunasteinunum.

Passa mig betur næst ... nema ég verði ekki send á Snæfellsnesið fyrr en ég er tryggilega búin að gleyma öllu því nýja sem ég lærði í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband