Þriðjudagur, 7. ágúst 2012
Vegagerð - forgangsröðun
Í dag keyrði ég upp að Laugarvatnshelli/-hellum á því almesta þvottabretti sem um getur. Það var ekki viðlit að heyra mannsins mál. Áfangastaðurinn er merktur sem merkilegur en vegurinn er hvorki heflaður né vatnsborinn. Seinna í dag keyrði ég svo framhjá Raufarhólshelli (sem hefur verið leyndarmálið mitt) og þar er verið að merkja og verandarleggja í bak og fyrir.
Í gær sá ég á Snæfellsnesi að búið er að leggja timburstíg á tvo vegu í kringum Djúpalón (sem mér finnst óþarfi).
Forgangsröðunin í ferðaþjónustu er stórskrýtin. Það þýðir ekki að stefna á milljón ferðamenn ef þeir eiga allir að hokra á sömu þúfunni og hún ekki einu sinni steypustyrkt.
Athugasemdir
þetta á eftir að vesna..............
Vilhjálmur Stefánsson, 7.8.2012 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.