Ferstikla - fullt hús

Get ekki látið undir höfuð leggjast að hæla Ferstiklu. Ég kom þar við í dag sossum fyrir tilviljun. Vertinn stóð í gættinni og sló á létta strengi. Fyrir utan er mynd í raunstærð af langreyði og inni eru bæði ljósmyndir og kvikmyndir í gangi. Allt var svo snyrtilegt að túristarnir mínir frá Þýskalandi dásömuðu staðinn hátt og lágt. Í hjónabandssælunni var heimagerð rabbarbarasulta unnin úr rabbarbara á næstu grösum. Og Hvalfjörðurinn var aukinheldur svo vinsamlegur að skarta sínu fegursta áður en það byrjaði að rigna (í Borgarfirði).

Langreyður í raunstærð við Ferstiklu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband