Virðisaukaskatturinn úr 7% í 25,5%

Umræðan um hækkun verðlags í ferðaþjónustu hefur verið hávær síðustu dagana. Ég hef á tilfinningunni að margir hafi hátt án þess að þekkja vel til.

Hótelrekendur segja að gisting í tveggja manna herbergi muni hækka um 17%, úr rúmlega 21 þúsundi í tæp 25 þúsund. Ég myndi vilja vita hver skattstofninn er, þ.e. hvaða liður hækkar svona mikið. Þegar gistiverð er reiknað út hlýtur að koma inn í stofnkostnaður, þ.e. kaupverð og/eða lán, og svo rekstrarkostnaður, hiti, rafmagn, þrif, efni og laun, og mig langar að vita hvar hækkunin verður. Fara tæpar 4 þúsund krónur af hverri gistinótt í ríkissjóð? Kemur eitthvað af upphæðinni fram í launum hótelstarfsmanna? Þau eru fáránlega lág og hafa lengi verið. Þau eru samt skattstofn því að menn borga tekjuskatt.

Mér finnst óverjandi að hækka skatt fyrirvaralaust því að auðvitað eru menn búnir að selja inn á næsta ár í einhverjum mæli, e.t.v. miklum, en að öðru leyti finnst mér vel athugandi að hækka þetta gjald. Hins vegar gæti vantað meiri breidd í gistimöguleika, og ekki bara í átt að meiri lúxus.

Ég er leiðsögumaður en mér hefur aldrei fundist sem Samtök ferðaþjónustunnar ynnu fyrir mig, hvorki persónulega fyrir stéttina mína né fyrir fagið. Það eina sem ég verð vör við er kvein þegar þau halda að verið sé að þrengja að einhverjum einstaklingum í faginu. Það er tilfinningin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband