Þegar rútufarþegi týnist

Í fyrsta lagi vantar heilmargt í fréttina af konunni sem týndist um helgina. Var leiðsögumaður/fararstjóri í för? Ég held ekki. Var nafnalisti? Ég held ekki. Taldi bílstjórinn? Já, ég er sannfærð um það. Taldi hann vitlaust? Já, ég geri fastlega ráð fyrir að mistökin liggi í rangri talningu.

Ef þetta var áætlunarferð, eins og ég gef mér að svo stöddu, þarf bílstjórinn að vita hversu mörgum hann hleypir út við Eldgjá og telja sama fjölda í bílinn. Allt gáfaða fólkið sem æsir sig í athugasemdakerfinu hugsar ekki út í allan þann fjölda skipta sem bílstjóri/leiðsögumaður telur rétt og gætir þess að fólk komist heilt á húfi til baka.

Ég vorkenni fólkinu sem þurfti að bíða, ég vorkenni því að leita að engum og vera í óvissu, ég hef mjög mikla samúð með björgunarsveitunum sem leituðu að óþörfu en ég veit að á móti þessu skipti er ótölulegur fjöldi ferða sem endar áfallalaust af því að fólk vinnur vinnuna sína vel.

Skipti konan um föt? Ha? Vissi hún að hópurinn væri að leita að sér? Ha?

En blaðamaðurinn, hvernig vinnu vann hann þegar hann skrifaði fréttina? Hvaða upplýsinga leitaði hann? Ekki nægra fyrir minn smekk. Lá honum á? Örugglega. Örugglega stóð einhver yfir honum og rak á eftir. Engu að síður er niðurstaða mín að það vanti meira í þessa frétt en það sem sagt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband