Með strætó á Sauðárkrók

Þangað til annað kemur í ljós hef ég miklar efasemdir um að það hafi verið skynsamleg ákvörðun að skipta Sternu út fyrir Strætó.

Af hverju fer lélegt almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins út á land þar sem reksturinn virðist hafa verið í góðu lagi?

Má núna standa í marga klukkutíma?

Ég var að skoða heimasíðu Strætós, fann meinta gjaldskrá en get ekki séð hvað það kostar mig að taka almenningsstrætisvagn til Sauðárkróks. Þegar ég smelli á reiknivél fyrir svæðið fæ ég upp excel-skjal þar sem fyrst er gengið út frá 17 gjaldsvæðum (þar getur maður breytt en ekki áfangastaðnum og fundið út fjölda gjaldsvæða). Þá er stakt gjald 5.950 krónur og fyrir þriggja mánaða kort á maður að borga 297.500 kr. Fyndið, ekki satt? Gerir þá fyrirtækið Strætó ráð fyrir að maður fari aðra leiðina eða fram og til baka daglega? Og verði kannski í strætisvagninum á hverjum einasta degi í marga klukkutíma? Væri ekki nær að vera með rauntíma-eitthvað?

Mikið svakalega held ég að fyrirtækið Strætó þurfi að sanna sig til að ég og um það bil allir sem ég þekki og nota almenningssamgöngur trúi á breytinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Strætó getur kannski virkað á Selfoss og vestur í Borgarnes.  Allt þar fyrir utan er  bara lélegur brandari gerður af skrifborðsfólki á suð-vestur horninu.

Þórir Kjartansson, 6.9.2012 kl. 22:50

2 identicon

Eftir því sem sveitarstjórnarfólk hefur sagt mér, var tilgangurinn með þessari breytingu sá að gefa fólki kost á tíðari ferðum milli staða innan svæðis en hægt hefur verið með eldra fyrirkomulagi. Var tekið sem dæmi að fjöldi fólks sækti nám til Akureyrar frá hinum ýmsu stöðum á Norður- og Vesturlandi og þyrfti að fara heim um helgar. Til þessa hefði það fólk þurft að koma sér upp bíl til að fara á milli um helgar eða jafnvel kvölds og morgna í sumum tilvikum. Almenningssamgöngur ættu að geta verið ódýrari og umhverfisvænni. Veit svo sem ekki hvað mikið vit er í þessu. Mér skilst að þessi og skyld sjónarmið hafi vegið þyngst í því að sveitarfélögin tóku á sig ákveðnar byrðar fjárhagslega í tengslum við þetta mál, sem má vel kalla niðurgreiðslur.

Landsbyggðartútta (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 06:34

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég veit núna bæði um fólk sem heldur að þetta verði til bóta og fólk sem hefur þegar upplifað að þetta er verra og seinlegra. Til dæmis fer strætó í Stykkishólm eldsnemma á morgnana og til baka um hádegið sem gerir það að verkum að fólk getur ekki farið úr Hólminum, sinnt erindum í Reykjavík og komist heim samdægurs eins og það gat.

Berglind Steinsdóttir, 9.9.2012 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband