Kröpp lægð og svæsinn vindur

Maður man svo sem varla gærdaginn en ég man sannarlega ekki eftir 10. september á hjóli í miðbænum í svo miklum vindi að ég þurfti að hjóla af krafti niður í móti. Svo fauk ég heim úr vinnunni upp í móti en allt af hjólinu og ég þurfti að hlaupa á eftir uppskriftum og mangóávöxtum og á meðan fékk hjólið eina byltuna enn.

Björgunarsveitir eru úti um allar þorpagrundir að bjarga fólki, fé og þakplötum og ég vona að við verðum ekki búin að gleyma því þegar eina fjáröflunin hefst með flugeldasölu í lok árs.

Segi bara svona af því að ég man ekki gærdaginn sjálf ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband