Þáttur hins sjúka

Laun og önnur kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa verið til umræðu, álag á starfsfólkið, samheitalyf, almennur sparnaður og það hvort rétt sé að draga ætlaða launahækkun til baka.

Í hádeginu komst til tals í litlum hópi hvort næg umræða væri um hvernig kostnaði hefur verið velt yfir á þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Það eru meiri brögð að því núna að fólk er látið koma seinni partinn til að fá þjónustu, síðan fer það heim - með tannburstann sem það tók með sér í þeirri trú að það ætti að leggja það inn - og látið koma daginn eftir. Í bæði skiptin þarf hinn sjúki að borga komugjald en ef hann hefði verið lagður inn hefði hann ekki borgað beint, bara í gegnum skattana.

Ég er svo illa verseruð í þessum fræðum að ég veit ekki hvenær þetta ágerðist en þáttur sjúklinga í rekstri heilbrigðisþjónustunnar er orðinn ríkari en hann var.

Er það velferð?

Sjálf get ég ekki kvartað þar sem mér verður eiginlega ekki misdægurt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband