Fimmtudagur, 27. september 2012
Matreiðsluþættir í sjónvarpinu
Tíska til fjögurra ára er að sýna matreiðsluþætti í sjónvarpinu og ganga á hæðir og hóla. Er kannski lengra síðan það byrjaði?
Ég elti rakleiðis, er komin í fjóra gönguklúbba, suma m.a.s. virka, og finnst þetta alveg málið. Hins vegar kunni ég aldrei að meta þættina hennar Nigellu og skildi ekki af hverju ég átti að heillast af þessum forljótu réttum sem voru þar að auki óhollir fyrir allan peninginn.
Nú er Hrefna Sætran með ávaxtaþátt í sjónvarpinu mínu og ég undrast stórlega myndatökuna. Svo sýður hún rjóma, hellir yfir súkkulaði og hjúpar jarðarber - ha, er það einhver kúnst?
Þegar Völli var með þáttinn sinn um daginn heyrði ég fólk pirra sig á því að hann talaði ensku og hvernig hann talaði hana, sumum fannst hann meira að segja tala frekar ísl-ensku. Ég tók ekki eftir því, heyrði bara þegar þátturinn var kynntur í vitlausu eignarfalli ...
Æ, ég ætlaði bara að skrá hjá mér að í dag er dagurinn sem forsætisráðherra kynnti brottför sína úr stjórnmálum á vordögum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.