,,Verulega hljóp á skaftið ..."

RÚV eru verulega mislagðar hendur. Hér er frétt sem er búin að vera í hálfan sólarhring á vefnum:

Verulega hljóp á skaftið hjá eyjaskeggjum á eynni Savu í Indónesíu í gær þegar þar syntu á land 44 grindhvalir. Reynt var í morgun að koma þremur hvölum sem enn tórðu aftur út í sjó en íbúar nágrannabyggða hafa skipt með sér kjöti yfir fjörutíu hvala.

Það hleypur á snærið ef maður er heppinn og menn færa sig upp á skaftið ef þeir eru framhleypnir.

Fleira?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband