Þriðjudagur, 16. október 2012
Þjóðaratkvæðagreiðsla
Stjórnarskráin sem var samþykkt 1944 átti að vera til bráðabirgða.
Ég hef lesið hana frá orði til orðs. Ég hef líka lesið frumvarp stjórnlagaráðs frá upphafi til enda og ég hlakka til að fara í Laugardalshöll á laugardaginn til að greiða (þjóðar)atkvæði.
Það síðasta sem ég gat ákveðið fyrir mína parta var að segja nei við ákvæði um þjóðkirkju. Ég er ekki í henni sjálf en var að hugsa um að vera hlutlaus í þeirri spurningu. Eftir á að hyggja sé ég engin rök fyrir að hafa þjóðkirkju skrifaða inn í stjórnarskrána. Ég er frjálslyndari en svo.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.