20. október 2012

Merkisdagur á morgun.

Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Hvað þýðir „til grundvallar“? Að frumvarpið verði útgangspunktur í frekara starfi. Ég sé ekki annað en að allir ættu að geta unað við það. Það þýðir ekki að engu megi breyta.

Út frá þeim skilningi greiði ég atkvæði á morgun.

Svo minni ég sjálfa mig á að þótt ég segði já við spurningu um hvort ég vildi láta setja lög um húsaleigumarkað hefði ég sáralítið um það að segja hvernig þau lög yrðu. Hvenær erum við tilbúin að stíga það skref að færa stjórnarskrá konungsveldisins til nútímans ef ekki núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband