Þjóðaratkvæðagreiðslan

Fullorðin kona í fjölskyldunni er að hugsa um að fara ekki á kjörstað af því að henni finnst hún ekki vita nóg um málið. Ég spurði hana - og hún varð hugsi - hvenær hún hefði vitað nóg um frambjóðendur í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum og hvenær hún hefði vitað nákvæmlega hvernig landið lægi eftir kosningar.

Ég hef aldrei tekið þátt í prófkjöri, hmm. Ég ætti kannski að skrá mig í flokka. Eða nei, ég þarf þess ekki ef persónukjör verður tekið upp.

Kynslóðirnar á undan minni hafa barist fyrir rétti mínum til að taka þátt í mótun samfélagsins. Ég forsmái það ekki þótt ég viti ekki allt og ráði ekki öllu ein.

Ég hlakka til að fara í Laugardalshöll á eftir með mína sex krossa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband