Þriðjudagur, 30. október 2012
Ég hjóla
Það er ekki af neinni gustuk við umhverfið eða samferðafólk mitt í lífinu sem ég hjóla. Ég hjóla aðallega af því að sá samgöngumáti hentar mér, ég fer oftast hæfilegar vegalengdir og næ því sem ég þarf að gera.
En nú les ég að ég sé hættulegri í umferðinni ef ég tala í símann en bílstjóri í símanum. Ég finn þó ekkert um bann við því að tala í símann á hjólandi ferð í nýju frumvarpi til umferðarlaga. Hins vegar fann ég þetta í 54. gr.:
Ökumanni ökutækis er óheimilt að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar. Jafnframt er ökumanni óheimilt að senda eða lesa smáskilaboð eða nota farsíma á annan hátt meðan á akstri stendur.
Ég held að vandinn sé samt aðallega í því fólginn að ökumenn missa athyglina þegar þeir hugsa um símtalið. Það er svo erfitt að múltítaska ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.