Miðvikudagur, 31. október 2012
Félag leiðsögumanna er 40 ára
Og það hélt upp á afmælið sitt á föstudaginn var með vel sóttu morgunverðarmálþingi sem ráðherra ferðamála ávarpaði. Það eina sem vantaði var loforð um löggildingu starfsheitisins ...
Miðvikudagur, 31. október 2012
Og það hélt upp á afmælið sitt á föstudaginn var með vel sóttu morgunverðarmálþingi sem ráðherra ferðamála ávarpaði. Það eina sem vantaði var loforð um löggildingu starfsheitisins ...
Athugasemdir
Var þessi samkoma fámenn eða fjölmenn? Ekki var hún auglýst eða gerð opinber t.d. á póstlista.
Guðjón Sigþór Jensson, 1.11.2012 kl. 22:41
Já, vel á annað hundrað manns. Víst var hún kynnt á síðu félagsins og með tölvupósti. Margoft.
Berglind Steinsdóttir, 2.11.2012 kl. 00:00
Alveg nýtt fyrir mér. Ekki fékk eg póst.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.11.2012 kl. 17:41
Þá spyr ég bara eins og bjáni: Ertu skráður í félagið? Og: Er netfangið rétt? En þar að auki var málþingið auglýst vel í fjölmiðlum og það var mun betur sótt en maður hefði trúað að óreyndu. Það var kl. 8 um morgun og kostaði 1.000 kr. inn, morgunverður innifalinn.
Berglind Steinsdóttir, 14.11.2012 kl. 20:55
Var skráður aftur í félagið síðastliðið vor, fékk meira að segja að vitað að gamla félagsnúmerið hefði verið úthlutað öðrum! Nokkuð einkennileg vinnubrögð. Annars er eg sem margir fleiri eldri leiðsögumenn nánast búinn að vænta einskis af þessu félagi þar sem hver höndin virðist vera á móti hverri annarri.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 17.11.2012 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.