Laugardagur, 3. nóvember 2012
Óveður?
Ekki geri ég lítið úr fljúgandi þakplötu á Laugaveginum eða sjógangi við Sæbrautina en er ekki heldur langt seilst að tala um óveður á höfuðborgarsvæðinu? Er ekki nær að tala um krappa lægð, einkum þegar maður ber saman við aðra landshluta?
Ég gekk Laugaveginn tvisvar í gær, er svo sem ekkert fis en upplifði líka lífið hættulaust með öllu. Svo stefndi ég til mín fólki í gærkvöldi úr nærliggjandi sveitarfélögum og það komst allt vandkvæðalaust. Það er kósí að vera inni í upphituðu húsnæði en það er ekki lífshættulegt að bregða sér úr húsi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.