Mánudagur, 5. nóvember 2012
Kuldaboli í bók
Spennusögur eru svolítið með puttann á púlsinum, endurspegla samtímann, flétta nútímann saman við heilagan skáldskap. Ég las um helgina, asnaðist til er mér skapi næst að segja, bók eftir Henning Mankell sem endar á árásinni á tvíburaturnana (skiptir engu máli fyrir söguþráðinn, staðsetur hana bara í tíma) en lesandi er látinn halda, a.m.k. hálft um hálft, að sagan sé ný.
Verra var þó að söguþráðurinn var mjög slitróttur sem er sennilega ástæðan fyrir því að útgefandinn flýtti sér ekkert að láta þýða hana. Þegar ágætir höfundar hlaupa á sig og skrifa bara la-la bækur er algjör óþarfi að þýða þær á öll möguleg tungumál.
Trúarofstæki, stækir söfnuðir, ríkur umrenningur, horfin vinkona, týndur pabbi, einstæð móðir, skapstór lögreglufeðgin - geisp.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.